Tillaga um fæðuöryggi samþykkt á aðalfundi BSSl
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Dyrhólaey þann 8.3. 2022 skorar á ríkisstjórn í samráði við Bændasamtök Íslands að hraða gerð Fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland með sérstakri áherslu á áhættu vegna átaka sem nú ríkja í Evrópu. Í framhaldi verði strax sett upp aðgerðaráætlun sem taki til aukinnar framleiðslu og sjálfbærni íslenskrar matvælaframleiðslu og aðfanga vegna hennar. Jafnframt verði tryggt fjármagn til rannsókna og innviðauppbyggingar vegna þessa.