Tilraunamaður ráðinn á Stóra-Ármót

Búnaðarsamband Suðurlands hefur ráðið Baldur I.Sveinsson sem tilraunamann á Tilraunabúið á Stóra-Ármóti frá janúar 2016 til maí 2016. Baldur lauk Búvísindanámi frá Hvanneyri vorið 1981. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands frá 1981 og 1982. Eftir það hóf hann búskap á Drumboddstöðum ásamt konu sinni Betzy Marie Davidson. Keyptu þau svo jörðina Litla-Ármót árið 1984 og stunduðu þar búskap til ársins 2013 með aðaláherslu á mjólkurframleiðslu.Baldur hefur starfað áður sem tilraunamaður á Stóra-Ármóti veturinn 2013-2014 er safnað var átgetugögnum fyrir MS verkefnið sem Lilja Dögg Guðnadóttir vann að. Það er því ánægjulegt að fá Baldur til liðs við tilraunastarfið á ný við þá tilraun sem sett er upp í vetur. Tilraunin nefnist „ Áhrif fóðrunar á efnainnihald mjólkur með sérstaka áherslu á fituinnihald“.
Bjóðum Baldur velkomin til starfa.


back to top