Ullarskráning hjá ÍSTEX lokuð

Ullarskráning hjá Ístex er lokuð tímabundið vegna þess að verið er að ganga frá verklagsreglum um ullarnýtingargreiðslur skv. sauðfjársamningi. Nýr ullarkaupandi hefur boðað að hann vilji kaupa ull af bændum nú í vetur og útfæra þarf hvernig ullarnýtingargreiðslur berast bændum í ljósi þeirra breyttu aðstæðna. Af þeim sökum hefur ekki verið hægt að gefa út nýtt ullarverð og þ.a.l. sér Ístex sér ekki fært að opna fyrir skráningu.
 
Beðið er svara atvinnuvegaráðuneytisins um málið. Vænta má frekari upplýsinga strax eftir næstu helgi, en þangað til er skráning ekki möguleg.
 
Ljóst er að þetta veldur óþægindum fyrir bændur en unnið er að því að greiða úr málum eins fljótt og mögulegt er.


back to top