Um greiðslur á geymslugjaldi samkvæmt sauðfjársamningi
Vart hefur orðið misskilnings þess efnis að von sé á geymslugjaldsgreiðslu nú fyrir áramótin til sauðfjárbænda. Svo er þó ekki. Ástæðan kann að vera sú að greiðsla fór fram í nóvember 2010 (vegna ársins 2010) en síðan aftur í febrúar sl. (vegna ársins 2011). Árið 2009 og fyrr gengu þessar greiðslur til sláturhúsanna. Eftir að því var hætt fá sláturhúsin engar greiðslur samkvæmt sauðfjársamningi.
Greiðsla fer næst fram í febrúar 2012 (vegna ársins 2012). Upphæðin deilist á allt innlagt kindakjöt (bæði af lömbum og öðru sauðfé), allt árið 2011, einnig heimtekið. Þar á eftir verður greitt í febrúar 2013 vegna framleiðslu 2012 o.s.frv. meðan sauðfjársamningurinn er í gildi.
Áætluð fjárhæð er um 40 kr/kg sem er mjög svipað og greitt var í febrúar sl.
Fjárveitingin hækkar um 5% skv. sauðfjársamningi, en framleiðslan virðist ætla að aukast um áþekkt hlutfall svo útkoman verður svipuð pr. kg.
Öll fjárveitingin sem greidd er til markaðsstarfs og birgðahalds skv. sauðfjársamningi gengur til þessara greiðslna.