Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur 1. október
Jarðræktarstyrkur er greiddur út á endurræktun á túnum, nýræktir, kornrækt, grænfóðurrækt til sláttar og beitar og útiræktun á grænmeti. Síðasta haust var jarðræktarstyrkur tæpar 38.000,- kr á ha. Landgreiðslur eru greiddar á tún sem ætluð eru til fóðuröflunar en þó ekki á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Greiddar voru rúmar 3.300,- kr á ha síðasta haust. Skýrsluhald í jarðrækt í forritinu Jörð.is er forsenda fyrir styrkjunum. Ráðunautar RML aðstoða bændur eftir þörfum eða taka að sér skráningar sé þess óskað. Mikilvægt er að huga að skráningu sé hún ekki búinn og ljúka við umsókn sem fyrst.