Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur er 1. október

Skila skal umsóknum fyrir miðnætti þriðjudaginn 1. október. Til að geta sent inn umsókn í Afurð þarf að gera skýrslu um ræktun 2024 í skýrsluhaldskerfinu Jörð. Þeir sem þurfa aðstoð við skráningar geta haft samband við ráðunauta RML.
Jarðræktarstyrkir eru til nýræktar, endurræktunar á túnum, kornræktar og ræktunar annarra fóðurjurta og útiræktaðs grænmetis
Landgreiðslur eru vegna uppskeru sem aflað er á ræktuðu landi.