Umsóknir um styrki úr Landbótasjóði

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki til Landbótasjóðs. Sjóðurinn er á vegum Landgræðslunnar og veitir styrki til margháttaðra landgræðslu- og landbótaverkefna. Styrkveitingar sjóðsins hafa um árbil verið með hefðbundnum hætti, en í ár verður sú breyting á að nú er hægt að sækja um styrki til endurheimtar votlendis. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k.

Ekki liggur endanlega fyrir hve mikið fé verður til ráðstöfunar í ár, en í fyrra hlutu 49 aðilar styrki úr Landbótasjóði, samtals að upphæð 25 millj. kr.

Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og auglýsingu um umsóknir til sjóðsins er að finna á vefsíðu Landgræðslunnar auk sem þessar upplýsingar er að fá á héraðssetrum Landgræðslunnar um allt land.

Smellið hér til að nálgast nánari upplýsingar og eyðublöð


back to top