Ungfolasýning í Ölfushöllinni 9. apríl 2011
Árleg ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður laugardaginn 9. apríl 2011 í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli að þessu sinni í tengslum við Stóðhestaveislu Hrossaræktar.is. Fyrirkomulag ungfolasýningarinnar verður að öðru leyti með svipuðu sniði og í fyrra. Starfandi kynbótadómarar munu taka út folana bæði fyrir sköpulag og hreyfingu. Rétt til þátttöku eiga folar fæddir árið 2008 og 2009. Sköpulagsmat hefst kl. 9:30 en sýningin kl. 11:30. Dómarar raða efstu fimm folunum í hvorum flokki. Áhorfendur velja síðan álitlegasta folann í hverjum flokki.
Birgir Leó Ólafsson veitir nánari upplýsingar um sýninguna og tekur við skráningum á hana í síma 899-8180 eða á netfangið blo@verkis.is. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 6. apríl. Skráningargjald er 3.000 kr fyrir félagsmenn en 3.500 kr fyrir aðra. Innifalið í skráningu eru tveir miðar á ungfolasýninguna. Miðaverð á ungfolasýninguna er 1.000 kr. Miðaverð fyrir allan daginn í Ölfushöllinni þ.e. ungfolasýninguna og Stóðhestaveisluna er 3.500 kr. með þeim miða fylgir stóðhestablað Hrossaræktar.is.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn um hrossarækt eru hvattir til að mæta.