Ungi bóndi ársins 2013

Keppnin um unga bónda ársins verður haldin í sambandi við sveitahátíðina Tvær úr Tungunum í Reykholti 17. ágúst. Keppt verður í einstaklings- og liðakeppni þar sem landshlutafélögin senda 4 manna lið til keppni. Mælt er með því að liðin samanstandi af bæði konum og körlum. Glæsilegir vinningar í boði, hver stendur uppi sem sigurvegari og ungi bóndi ársins 2013?

Í Reykholti er voða gaman,

ungir bændur koma saman,
keppa og takast á,
komið , sem vilijið sjá.

Á laugardaginn, sagði maðurinn,
hálf 5 við hringjum inn.
Hver fer heim með vinninginn
og ungbændatitilinn?

Kíktu nú vinurinn
á ungurbondi.is
síðan spilar Geirmundurinn
ekki gera GIS!

Dagskrá:
16.30: Keppnin hefst á íþróttavellinum. Keppt verður í hraðaþraut og öðrum þrautum líkt og undanfarin ár.
19.00: Sameiginlegt grill í boði Samtaka ungra bænda, Félags ungra bænda á Suðurlandi og styrktaraðila. Allir ættu að hafa nóg að bíta og brenna enda munu borðin svigna undan mat og drykk. Frítt er á grill og kvöldvöku en þó þarf að skrá sig í grillið fyrir mánudaginn 12. ágúst svo við vitum fjöldann. Við skráningum taka Guðfinna Lára (s. 8662518 eða gudfinnalara@gmail.com) og Jóna Þórunn (s. 865-4382 eða jona@rml.is)
21.00: Opið pub quiz sem er síðasta grein keppninnar. Það er því til mikils að vera með. Veitt verða sérstök verðlaun fyrir sigur í pub quiz! Að loknu pub quizzi verða veitt verðlaun í heildarkeppninni og þau eru ekki af verri endanum!
23.00: Áframhaldandi fryd og gammen að ungbænda-sið. Hvort sem fólk heldur á Geirmundarball eða býr til sína eigin skemmtun þá skemmta ungir bændur sér alltaf vel í góðra vina hópi og því ætti engum að leiðast.

Í Reykholti er tjaldstæði þar sem okkur er velkomið að tjalda, nóttin kostar 900 kr/mann. Þá er hægt að bóka gistingu á gistiheimilinu Fagralundi (fagrilundur.is), Húsinu í Reykholti (s. 486 8680) eða á hostelinu á Drumboddsstöðum (http://www.hostelsiniceland.com/is/GoldenCircle/)


back to top