Upp í sveit

Nýr þjónustubæklingur frá ferðaþjónustubændum leit dagsins ljós á dögunum.  Í bæklingnum má finna áhugaverða staði sem bjóða upp á afþreyingu, veitingar og gistingu og eru aðilar að Ferðaþjónustu bænda. Í ár eru það 183 aðilar sem bjóða einhvers konar þjónustu, eins er þar að finna upplýsingar um sveitabæi sem eru aðilar að Opnum landbúnaði verkefni Bændasamtaka Íslands.  Bæklinginn Upp í sveit 2014 má nálgast á næstu N1 stöð eða hjá ferðaþjónustubændum, en einnig er hægt að hlaða honum niður á sveit.is. Nánar má lesa um verkefnið Opinn landbúnaður á vef Bændasamtaka Íslands bondi.is.


back to top