Rekstraráætlanir
Viðskiptaþjónusta BSSL gerir rekstraráætlanir til 5-6 ára sem taka mið af framleiðsluaðstöðu, endurnýjunarþörf og rekstrarmarkmiðum með hliðsjón af niðurstöðum rekstrargreiningar.
Áætlunin er endurskoðuð árlega og á því alltaf að gilda fyrir a.m.k. 5 næstu ár.
Rekstraráætlun er mjög gott tæki til að sjá hvernig búreksturinn breytist og hvort sett rekstrarmarkmið náist. Þá er áætlunin gott tæki til að sjá hvernig búreksturinn er í stakk búinn til að greiða af núverandi skuldum eða hvort og þá hvernig hann stendur undir fyrirhuguðum fjárfestingum.
Rekstraráætlanagerð er hluti af SUNNU og SÓMA verkefnunum.