Reglur um verðlaunastig hrossa fyrir afkvæmi

Sömu reglur gilda almennt um búnað og annað við afkvæmasýningar og þær sem gilda um almennar kynbótasýningar og gert hefur verið grein fyrir hér að framan. Hvað varðar járningar er þó heimilt að veita undanþágu frá þessum reglum þegar um er að ræða sýningahross í afkvæmahópi sem tekur jafnframt sannanlega þátt í gæðinga- eða íþróttakeppni á sama móti. Í slíkum tilvikum er heimilt að fara eftir reglum LH/FEIF um járningu. Þetta á þó eingöngu við um þátttöku hrossins í afkvæmasýningunni sjálfri en ekki ef um er að ræða sýningu þess til kynbótadóms. Hryssur koma ekki til sýningar með afkvæmum, heldur eru þeim hryssum sem ná heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi veittar viðurkenningar á öðrum vettvangi.



• Lágmörk til verðlauna fyrir afkvæmi eru sem hér segir:
-Stóðhestar 1. verðlauna fyrir afkvæmi:
118 stig í aðaleinkunn kynbótamats og a.m.k. 15 dæmd afkvæmi

-Stóðhestar heiðursverðlaun:
118 stig í aðaleinkunn kynbótamats og a.m.k. 50 dæmd afkvæmi



-Hryssur heiðursverðlaun:
116 stig í aðaleinkunn kynbótamats og a.m.k. 5 dæmd afkvæmi



• Fjöldi afkvæma sem fylgja skal stóðhestum í afkvæmasýningu skal vera sem hér segir: stóðhestar til heiðursverðlauna 12; stóðhestar til 1. verðlauna 6.

• Um útfærslu á sýningu skal samráð haft við sýningarstjórn og mótshaldara á hverjum stað.

• Öll afkvæmi sem koma fram í afkvæmasýningu skulu hafa hlotið kynbótadóm

• Afkvæmahestar geta einungis komið einu sinni til þátttöku í hvert verðlaunastig á land- og fjórðungsmótum þ.e. til 1. verðlauna og heiðursverðlauna og þeir þurfa að vera á lífi og staðsettir á Íslandi. Eignarhald skiptir engu um þátttöku né verðlaunun.

• Dómnefnd skal semja dómsorð er lýsi þeim meginþáttum sem einkenna afkvæmahópinn.

back to top