Þýski sóparinn
Á ferðum ráðunauta hér heima og erlendis rekumst við oft á skemmtilegar lausnir sem við viljum gjarnan miðla til bænda. Einföldustu lausnirnar eru oft skemmtilegastar. Myndir segja meira en þúsund orð og myndbönd enn meira.
Á meðfylgjandi myndbandi sem tekið var í ferð um Þýskaland sumarið 2003 má sjá afar einfalda leið til að sópa/ýta heyinu að kúnum. Tekið skal fram að fjósið var afar stórt á íslenskan mælikvarða og hægt að keyra í gegnum það eftir endilöngu. Einhvers konar útfærsla af þessarri hugmynd gæti þó e.t.v. gagnast einhverjum hér heima. Enginn drifbúnaður fær hjólbarðana til að snúast, aðeins halli þeirra út á við, (þeir eru útskeifir).
Þýski sóparinn