Skráning á heimanauti
Með nýju skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt, þ.e. huppa.is, er ekki lengur um það að ræða að heimanautum sé gefið sérstakt nautanúmer. Framvegis verður einstaklingsnúmer (eyrnamerki) gripsins notað.
Við innslátt í Huppu, þ.e. burðar- eða fangskráningu, skal nota fimmtán stafa einstaklingsnúmer. Það samanstendur af fæðingarári gripsins (fjórir stafir), búsnúmeri (sjö stafir) og númeri gripsins (fjórir stafir). Dæmi um fullgilt einstaklingsnúmer er; 200916627410800.
Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Jóhannesson, sími 480 1808, netfang mundi@bssl.is