Fóðurþarfir sauðfjár
Orka í fóðri fyrir jórturdýr er metin í í mjólkurfóðureiningum, FEm. Orkuþörf til viðhalds er sú orka sem skepna þarf til þess að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi án framleiðslu eða þyngingar. Viðhaldsþörfin eykst með auknum þunga og til framleiðslu og/eða þyngingar þarf orku umfram viðhaldsþarfir.
Próteinþarfir jórturdýra eru metnar í grömmum af AAT á dag. AAT er heildarmagn próteins, eða öllu heldur amínósýra, sem skilar sér frá meltingarfærum til efnaskipta skepnunnar. AAT skiptist í tvennt eftir uppruna:
- Torleyst fóðurprótein (t.d úr fiskimjöli) sem kemst ómelt gegnum vömb skepnunnar og meltist síðan í smáþörmum.
- Örveruprótein, þ.e. prótein myndað af örverum vambarinnar og er síðan melt í smáþörmum.
PBV er einnig notað yfir próteingildi fóðurs. PBV segir til um próteinjafnvægi vambarinnar og hefur fóður ýmist jákvætt eða neikvætt PBV-gildi. Æskilegast er að PBV-gildi sé sem næst 0.
Orku-, prótein- og steinefnaþarfir áa og lambgimbra
Orkuþarfir fullorðinna áa til viðhalds og þyngingar, FEm/dag |
||||
Þungi, kg | Þynging, g/dag | Til viðhalds | Til þyngingar | Samtals |
50 | 0 | 0,53 | 0 | 0,53 |
50 | 0,53 | 0,28 | 0,81 | |
100 | 0,53 | 0,56 | 1,09 | |
60 | 0 | 0,60 | 0 | 0,60 |
50 | 0,60 | 0,28 | 0,88 | |
100 | 0,60 | 0,56 | 1,16 | |
70 | 0 | 0,68 | 0 | 0,68 |
50 | 0,68 | 0,28 | 0,96 | |
100 | 0,68 | 0,56 | 1,24 | |
80 | 0 | 0,75 | 0 | 0,75 |
50 | 0,75 | 0,28 | 1,03 | |
100 | 0,75 | 0,56 | 1,31 | |
Reikna má með aukinni orkuþörf sem nemur 0,1-0,2 FEm/dag fyrstu þrjár vikurnar |
Orkuþarfir lambgimbra til viðhalds og vaxtar, FEm/dag | ||||
Þungi, kg | Viðhald | +50 g/dag | +75 g/dag | +100 g/dag |
40 | 0,48 | 0,61 | 0,68 | 0,74 |
45 | 0,53 | 0,66 | 0,72 | 0,79 |
50 | 0,57 | 0,70 | 0,76 | 0,83 |
55 | 0,61 | 0,74 | 0,81 | 0,87 |
60 | 0,65 | 0,78 | 0,85 | 0,91 |
Orkuþarfir til fósturvaxtar á síðustu vikum meðgöngu | |
Tímabil | FEm/dag |
Á næst síðasta mán. meðgöngu | 0,1 |
Í síðustu viku fyrir burð, einlemba | 0,4 |
Í síðustu viku fyrir burð, tvílemba | 0,6 |
Orkuþarfir áa til mjólkurframleiðslu, FEm/dag. M.v. er við 550g/dag vöxt tvílembinga og 350 g/dag vöxt einlembings. |
||
Vika eftir burð | Tvílemba | Einlemba |
1-3 | 1,76 | 1,08 |
4-6 | 1,44 | 0,90 |
Orkuþarfir lambgimbra til mjólkurmyndunar eru þær sömu. |
Próteinþarfir áa til viðhalds, fósturvaxtar og mjólkurmyndunar, g AAT/dag |
|||||||
Þungi | Viðhalds- þarfir |
Próteinþarfir á dag til viðhalds, fósturvaxtar og mjólkurmyndunar (g AAT) |
|||||
Dagar af meðgöngu | Fyrri hluti mjaltaskeiðs |
||||||
Kg | AAT, g/dag | 60 | 102 | 130 | 144 | ||
55 | Einl. | 65 | 192 | ||||
Tvíl. | 65 | 247 | |||||
60 | Einl. | 68 | 195 | ||||
Tvíl. | 68 | 250 | |||||
65 | Einl. | 71 | 198 | ||||
Tvíl. | 71 | 253 | |||||
70 | Einl. | 73 | 75 | 82 | 96 | 128 | 201 |
Tvíl. | 73 | 77 | 88 | 110 | 162 | 255 |
Próteinþarfir lamba til viðhalds og vaxtar, g AAT/dag |
|||||||||
Þungi, kg |
Viðhald* |
Vöxtur, g/dag |
|||||||
50 | 100 | 150 | 200 | ||||||
H | G | H | G | H | G | H | G | ||
30 | 28 | 53 | 51 | 67 | 63 | 81 | 75 | 95 | 87 |
40 | 35 | 60 | 57 | 73 | 68 | 86 | 80 | 100 | 91 |
50 | 41 | 66 | 63 | 79 | 74 | 91 | 85 | 105 | 95 |
*Þarfir til viðhalds án ullarvaxtar. H=hrútur, G=gimbur. |
Til hliðsjónar fyrir PBV | PBV, g/dag |
Ær á viðhaldsfóðri | 0 (-10 til -20) |
Ær á sauðburði | 0 (neikvætt) |
Steinefnaþarfir áa |
||||
M.v. 60 kg þunga | Dagsþörf á grip, g/dag | |||
Ca | P | Mg | NaCl | |
Til viðhalds | 4,5 | 3,5 | 0,6 | 8,0 |
Í fengieldi | 6,0 | 9,0 | 0,6 | 8,0 |
Síð. 6 vikur meðgöngu, einl. | 7,0 | 6,0 | 0,8 | 9,0 |
Síð. 6 vikur meðgöngu, tvíl. | 9,0 | 7,0 | 0,9 | 9,0 |
Eftir burð, einl. | 12,0 | 9,5 | 2,7 | 12,0 |
Eftir burð, tvíl. | 14,0 | 11,0 | 2,2 | 12,0 |
Helstu heimildir:
Gunnar Guðmundsson 2002: Fóðurþarfir jórturdýra. Handbók bænda 52: 151-155.
Jóhannes Sveinbjörnsson 2002: Fóðrun sauðfjár. Handbók bænda 52: 156-162.
Jóhannes Sveinbjörnsson og Bragi Líndal Ólafsson 1999: Orkuþarfir nautgripa og sauðfjár í vexti með hliðsjón af mjólkurfóðureiningakerfi. Í: Ráðunautafundur 1999: 204-217.