Fósturtalningar hjá ám og gemlingum
Á síðustu árum hefur færst í vöxt að sauðfjárbændur láti telja fóstur í ám og gemlingum. Slíkt gera bændurnir í þeim tilgangi að geta skipulagt betur sauðburðinn en ekki síður til að flokka féð í viðeigandi fóðrunarhópa fram að sauðburði. Slíkt nýtir betur fóður og gefur jafnari fæðingarþunga lamba. Með talningunni geta bændur líka haft vissu fyrir hvaða gemlingar og/eða ær hafi í raun misst fóstur ef staðfesting liggur fyrir að fóstur hafi verið til staðar í talningunni. Best er að telja fóstrin á bilinu 45 til 90 dögum eftir fang eða á tímabilinu frá febrúarbyrjun fram í miðjan mars.
Eftirfarandi aðstöðu þarf bóndi að hafa til staðar:
Tveir sauðfjárbændur í Skaftártungunni hafa fest kaup á sérstakri ómsjá til fósturtalninga sem gerir þeim kleyft að telja fóstrin í gegnum kvið.
Nánari upplýsingar gefa:
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir,
Ljótarstöðum, Skaftártungu,
Símar: 866- 0790 eða 487-1362.
Elín Heiða Valsdóttir,
Úthlíð, Skaftártungu,
Símar: 848-1510 eða 487-1363
Netfang: elinhv@simnet.is
Pantanir á fangskoðun þurfa að berast sem fyrst svo skipuleggja megi skoðunina á svæðinu í heild.