Hæst dæmdu lambhrútar 2007
Líkt og fjögur síðustu ár voru verðlaunaðir stigahæstu lambhrútarnir fyrir samanlögð stig fyrir bak, malir og læri og fer listi með þeim hér á eftir. Það fyrirkomulag var haft að einungis einn hrútur frá hverju búi hlaut viðurkenningu. Auk þess var hæst dæmda hrút hverrar sýslu veittur farandskjöldur sem Lánasjóður landbúnaðarins gaf á sínum tíma. Ef hrútar eru jafnir fyrir þessa eiginleika samanlagt ráða heildarstigin og þá ómvöðvi, lögun og ómfita. Líkt og s.l. haust er einlembingum “refsað” þannig að dregin eru 0,5 stig af Bak+Malir+Læri, (0,125 stig af baki, 0,125 af mölum og 0,25 af lærum), hjá fæddum einlembingum og gengnum. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi er að einlembingar eru í flestum tilfellum feikna vænir gripir og því yfirleitt heldur hátt stigaðir.
Þungi, mál og stigun lambhrútanna
Lambhrútar
751A frá Fornustekkum, f. Forseti 05-135. | A-Skaftafellssýsla:
|
1169 frá Úthlíð, f.Dregill 03-947. | V-Skaftafellssýsla:
|
377 frá Helluvaði, f.Lundi 03-945. | Rangárvallasýsla:
|
113 frá Hvammi, f.Gráni 03-957. | Árnessýsla:
|