Afleysingar í Skaftárhreppi
Ákveðið hefur verið að bjóða bændum í Skaftárhreppi upp á afleysingaþjónustu vegna búsifja sem þeir hafa orðið fyrir vegna gossins úr Grímsvötnum. Um er að ræða allt að 7 daga aðstoð miðað við 8 vinnustundir á dag eða 56 vinnustundir. Einar Jónsson, Efri-Steinsmýri, hefur verið ráðinn til verksins. Þeir bændur sem áhuga hafa á að nýta sér þessa aðstoð hafi samband við Svein Sigurmundsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í síma 480 1800.