Efnainnihald gróðursýna 14. júní 2011
Flúor mældist ekki
Þann 14. júní s.l. voru tekin gróðursýni á eftirtöldum bæjum; Kálfafelli, Kirkjubæjarklaustri, Fagurhlíð, Austurhlíð, Ytri-Ásum og Herjólfsstöðum(sjá töflu). Mælingarnar fóru fram hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en mæld voru flúor F, kalsíum Ca, magnesíum mg, kalí K, natríum Na, fosfór P, brennisteinn S og járn Fe.
Flúor mældist ekki í gróður sýnunum sem tekin voru. Járn hafði lækkað verulega frá því 25. maí síðast liðinn. Miðað við þessar niðurstöður þá ætti askan að hafa jákvæð áhrif á gróðurinn.
Sýnatökustaðir | Ca | Mg | K | Na | P | S | Fe |
Kálfafell | 4,3 | 2,2 | 16,6 | 0,3 | 3,9 | 3,8 | 442 |
Stjórnarsandur Kirkj. | 3,3 | 1,5 | 19,3 | 0,2 | 3,3 | 2,7 | 344 |
Fagurhlíð | 3,1 | 2,0 | 14,5 | 0,2 | 2,8 | 3,1 | 337 |
Austurhlíð | 3,7 | 1,8 | 12,6 | 0,1 | 3,1 | 2,3 | 166 |
Ytri Ásar | 2,8 | 1,8 | 15,2 | 0,6 | 2,4 | 2,4 | 272 |
Herjólfsstaðir | 4,9 | 1,7 | 16,7 | 0,4 | 3,3 | 3,3 | 300 |
Meðaltal: | 3,7 | 1,8 | 15,8 | 0,3 | 3,1 | 2,9 | 310 |