Járn í fóðri

Askan úr Eyjafjallajökli inniheldur mjög mikið magn af járni. Járnið getur annað hvort verið oxíð eða á súlfatformi. Samkvæmt upplýsingum frá NRC, National Research Council og EMFEMA, evrópsku matvælastofnunni er járnið í öskunni oxíð sem þýðir að einungis 1% af járninu er nýtanlegt. Ef járnið væri á súlfatformi þá væri 20% járnsins nýtanlegt. Um 60 % járns er í blóðinu, 10 % er í vöðvum auk þess sem járn er í ensímum.

Hvaða áhrif getur of mikið járn í fóðri haft á gripina?
Of mikið af járni dregur úr nýtingu sink (Zn), kopar(Cu) og mangan (Mn) auk fosfór (P), kópalt (Co) og kalsíum (Ca). Því er nauðsynlegt að hafa mun meira af vítamíni A/karótíni, vítamíni E, seleni, sinki og kopar í fóðrinu. Hins vegar er ekki þörf á að bæta við kopargjöf hjá sauðfé. Í töflu 1 má sjá hlutverk flestra þessara snefilefna sem járn getur haft áhrif á auk sjúkdóma tengda skorti á þessum efnum.














































Tafla 1. Hlutverk snefilefna og sjúkdómar tengdir snefilefnaskorti
Snefilefni Hlutverk Sjúkdómar tengdir skorti
Co – kóbalt Hlutverk af B 12 vítamíni Röskun á orkuefnaskiptum, vanþrif.
Cu – kopar Hluti a.m.k. 4 ensímakerfa Aflitun hárs, niðurgangur, blóðleysi, vanþrif og fjöruskjögur.
Fe – járn Hluti af haemoglobini Blóðleysi.
I -joð Hluti af skjaldkirtilshormóni Skjaldkirtilsstækkun og skertur lífsþróttur í ungviði, ófrjósemi og fastar hildir.
Mn – mangan Ensím tengd brjóskmyndun, andoxun, blóðstorknun og kólesterol framleiðslu. Röskun á vexti beina, ófrjósemi, ónæmisbæling og truflun á starfsemi miðtaugakerfisins.
Mo – molybden Cofactor í nokkrum oxunarensímum. Ofgnótt truflar nýtingu á kopar.
S – Brennisteinn Hluti methionine, cysteine, brjósks, thiamín og bíotins. Skortur veldur almennum vanþrifum. Bráð eitrun veldur garnabólgum og truflun á starfsemi miðtaugakerfisins. Langvinn ofgnótt truflar nýtingu kopars og selens.
Se – selen Hluti a.m.k. 30 ensíma einkum tengdum andoxun og virkni skjaldkirtilhormóns. Hvítvöðvaveiki, fósturlát, kálfadauði, fastar hildir, ófrjósemi og ónæmisbæling.
Zn – sink Hluti a.m.k 200 ensímkerfa með mjög víðtæka virkni í efaskiptum líkamans.  Lystarleysi og vanþrif. Lélegt efni í hófum og klaufum. Parakeratosis á húð.


Þrátt fyrir að járnið sé á því formi að það nýtist mjög illa og ætti ekki því að hafa eins mikil áhrif dregur askan úr lystugleika heyfengsins og veldur sliti á tönnum.

Þar sem heyforðinn er öskumengaður væri ráðlegt að gefa bæði fyrningar og hey frá því í sumar til skiptis eða blanda því saman. Ef ekki eru til fyrningar væri ráðlegt í einhverjum tilfellum að fjárfesta í óöskumenguðu heyi. Einnig væri gott að gefa ungviði viðbótarfóður s.s. korn og eða kjarnfóður sem væri járnlaust eða járnlítið.

Ef lystugleikinn minnkar hjá gripunum og þeir fá jafnvel niðurgang er nauðsynlegt að skipta um eða breyta fóðruninni. Þessir tveir þættir valda hægari vexti og draga úr þyngdaraukningu.

back to top