Niðurstöður úr gróðursýnum 11.-12. ágúst 2010

Dagana 11.-12. ágúst sl. voru tekin gróðursýni í Skaftártungum, Álftaveri, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, Landeyjum og Fljótshlíð. Alls voru þetta 11 sýni; 7 sýni voru af fyrsta endurvexti frá Butru, Hlíð, Giljar, Hraungerði, Ytri-Ásar, Efsta-Grund og Núpur, 2 af öðrum endurvexti, frá Voðmúlastöðum og Þorvaldseyri og 2 af óslegnum túnum frá Sólheimahjáleigu og Raufarfelli.
Niðurstöður mælinganna má sjá í töflu hér fyrir neðan:

 



















































































































































Bær

F
mg/kg þ.e.


Ca
g


Mg
g


K
g


Na
g


P
g


S
g


Ca/P
g


Fe
mg/kg þ.e

Viðmið

25-700


4,0


2,1


18


1,8


3


2-3


 


50-200

Butra

3,17


3,1


2,1


31,2


0,2


3,9


2,3


0,8


96

Hlíð

3,40


5,3


2,6


33,8


0,9


4,6


3,3


1,2


152

Sólheimahjáleiga

3,57


4,9


3,6


25,7


2,1


4,3


3,1


1,1


928

Giljur

3,23


4,3


3,3


30,0


1,7


4,6


3,3


0,9


396

Voðmúlastaðir

2,61


4,7


3,2


24,1


0,4


5,0


3,7


0,9


160

Raufarfell

5,31


4,6


2,5


30,4


0,9


3,7


3,1


1,3


171

Þorvaldseyri

5,63


4,6


2,8


37,3


0,3


5,4


3,8


0,8


144

Hraungerði

4,37


6,7


3,3


12,7


1,4


4,2


3,1


1,6


136

Ytri-Ásar

4,61


4,9


3,7


16,5


1,1


3,4


2,8


1,4


547

Efsta-Grund

3,64


5,4


2,5


19,9


1,3


3,0


2,4


1,8


194

Núpur

1,81


5,5


2,6


24,4


0,3


4,4


3,4


1,3


93



Niðurstöðurnar fyrir flúor eru á bilinu 2,61 – 5,63 mg í kg þ.e.. Viðmiðunarmörk fyrir sauðfé eru 70-100 F mg/kg þe. og fyrir nautgripi og hross 25-30 mg/kg þe. Við núverandi aðstæður virðist hætta á flúormengun í gróðri vera hverfandi.
Kalsíum (Ca), Magnesíum (Mg), natríum (Na), fosfór (P) og brennisteinn (S) eru í kringum viðmiðin. Svo virðist sem kalí liggi enn hátt þrátt fyrir að liðið sé á sumarið. En kalí er auðleyst efni og því ekki óeðlilegt að það sé hátt fyrri hluta sumars en lækki þegar líður á sumarið. Mikið kalí í jurtum dregur úr magni af kalsíum, magnesíum og natríum.
Styrkur járns ræðst mest af jarðvegsmengun og í þessu tilfelli öskumagni í gróðri. Sýnin eru óskoluð þannig að járnið er því að öllum líkindum fyrst og fremst tilkomið vegna yfirborðsmengunar og skolast fljótt af með rigningu. Auk þess sem einhver hluti öskunnar hristist af við meðhöndlun.
Járn hefur áhrif á upptöku kopars (Cu) og sinks (Zn) og getur of mikið járn í fóðri kallað fram skort á þessum efnum. Við þessu gæti þurft að bregðast með breytingum á snefilefnum í viðbótarfóðri, t.d. með því að minnka járn í því og auka önnur efni eins og selen, kopar og sink.



Margrét Ingjaldsdóttir

back to top