Niðurstöður úr gróðursýnum 17. maí 2010

Hér eru birtar niðurstöður úr gróðursýnum sem tekin voru þann 17. maí 2010. Um er að ræða magn flúors (ppm – mg/kg þurrefnis) á gróðri og í skolvatni. Gera verður fyrirvara um niðurstöðu í sýni frá Efstu-Grund, þar gæti niðurstaðan verið lægri.

















































Dags.


Bær

Flúor (F-)ppm
(mg/kg) í þurrefni
17. maí 2010 Raufarfell 401
17. maí 2010 Efsta-Grund 137
17. maí 2010 Hlíð 167
17. maí 2010 Núpur 94
17. maí 2010 Voðmúlastaðir 25
17. maí 2010 Sólheimahjáleiga 162
17. maí 2010 Hraungerði 31
17. maí 2010 Ytri-Ásar 7
17. maí 2010 Butra 86
17. maí 2010 Efri-Ey 15





Flest sýnanna eru yfir þolmörkum fyrir nautgripi með þeim undantekningum að sýnin frá Efri-Ey og Ytri-Ásum eru undir þeim mörkum. Þá er sýni frá Voðmúlastöðum á þeim mörkum. Hvað sauðfé snertir þá eru þau sýni sem eru undan Eyjafjöllunum og vestast i Mýrdalnum (Sólheimahjáleiga) vel yfir þolmörkum sauðfjár. Sýni frá Butru í Fljótshlíð er um eða aðeins yfir þolmörkum sauðfjár en önnur sýni vel undir.

Greinilegt er að flúorinn skolast fljótt úr öskunni ef rignir á annað borð nema að um verulegt öskulag sé að ræða. Miðað við þessar niðurstöður er alls ekki óhætt að beita búfénaði undir Eyjafjöllum og alla vega vesturhluta Mýrdals sem og innst í Fljótshlíð. Þetta er svæðið næst eldstöðinni. Ekki virðist ástæða til að hafa áhyggjur af öðrum svæðum meðan ekki verður meira öskufall en þarna var orðið. Að sjálfsögðu breytir úrkoma þessari mynd fljótt.

back to top