Formannafundur 2012
Formannafundur Búnaðarsambands Suðurlands 26.10.2012
haldinn að St-Ármóti
1.Fundarsetning
Guðbjörg Jónsdóttir formaður Bssl bauð fundarmenn velkomna til fundar, tilgangur fundarins er að kynna fyrirliggjandi tillögu um sameiningu leiðbeiningaþjónustu á landsvísu.
Guðbjörg kynnti tilllögu að fundarstjórn, Svein Sigurmundsson og Runólf Sigursveinsson sem fundarritara.
Guðbjörg sagði frá tilurð þessa verkefnis, m.a. hvað varðar samþykkt síðasta Búnaðarþings um þetta málefni. Jafnframt sagði hún frá ályktun stjórnar Bssl um að höfðustöðvar þessa nýja fyrirtækis yrði hér á Suðurlandi.
2.Sameining leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði
Eiríkur Blöndal framkvæmdarstjóri BÍ kynnti fyrirliggjandi tillögu um sameiningu leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Stýrihópur var skipaður um verkefnið á sínum tíma og ráðinn var verkefnisstjóri, Ágúst Þorbjörnsson sem skilaði tillögum sínum í september sl. Búnaðarlagasamningur liggur nú fyrir en þar er m.a. gert fyrir sérstökum fjárveitingum í þetta verkefni bæði árin 2013 og 2014.
Eiríkur fór síðan nánar yfir tillöguna sem nú liggur fyrir og hafði verið send fulltrúum með fundarboði.
Að lokinni kynningu lagði Eiríkur áherslu á að markmiðum yrði náð út frá ákvæðum í búnaðarlagasamningi, möguleiki á sérhæfðri erlendri ráðgjöf og eins að innlendir ráðgjafar geti stundað ráðgjöf erlendis einnig, t.d. í hrossarækt. Eins að lögð yrði áhersla á endurmenntun starfsmanna og gott vinnuumhverfi. Stéttarpólítkin yrði aflétt af ráðunutunum
Guðrún Stefánsdóttir spurði um skil á aðskilnaði félagslegrar þjónustu og ráðgjafarþjónustunnar. Velti fyrir sér þessu atriði m.t.t. skipan stjórnar af hálfu Búnaðarþings. Einnig velti Guðrún fyrir sér viðhorfum starfsmanna (ráðunauta) til þessara tillagna.
Eiríkur Blöndal sagði að viðhorf starfsmanna væri mismunandi.
Ólafur Þorsteinn á Giljum spurði um hvernig menn hefðu nálgast þá niðurstöðu að ráðgjöfin hefði bara verið tekin inn í nýja fyrirtækið en ekki t.d. sæðingastarfsemin. Spurði um hvernig það hefði verið mælt/metið hvernig núverandi þjónusta kæmi út.
Eiríkur ræddi um að þarna væru mismunandi áherslur milli svæða, eins hefði verkefnisstjóri lagt mat á þjónustu út frá viðtölum við starfsmenn og stjórnarmenn aðildarfélaga.
Þorsteinn Logi í Egilsstaðakoti spurði hvar væru vannýttiir möguleikar í núverandi kerfi. Hvar liggja auknir möguleikar til gjaldtöku ?
Eiríkur sagði að tækifærin lægju í því að fá betri ráðgjöf en nú er hægt að fá í núverandi fyrirkomulagi. Sóknarfæri væru t.d. í fóðurráðgjöf með tilkomu m.a. NorFor kerfisins.
3.Ávarp Haraldar Benediktssonar formaður BÍ – Framlenging núgildandi búvörusamninga og nýr búnaðarlagasamningur.
Ræddi framlengingu á búvörusamningum. Fjallað um tilurð þessara framlenginga. Allir samningar þ.e. sauðfjár – mjólkur og garðyrkjusamningar eru framlengdir um tvö ár. Fjallaði síðan nánar um útfærslur í samningunum.
Nýr búnaðarlagasamningur var síðan undirritaður en þar er miðað við fimm ára samning. Framlög þar hækka strax um 110 milljónir árið 2013. Þar munar mestu um aukningu á fjármunum til Framleiðnisjóðs auk aukningar á fjármunum til jarðræktar.
4. Umræður
Spurt var um hvernig Búnaðarþing á liðnum vetri hefði tekið á þessum málum. Var mikill andstaða við þessa tilhögun ?
Guðbjörg á Læk sagði að Búnaðarþing hefði samþykkt tillögu um þessi mál með einu mótatkvæði.
Elvar á Skíðabakka spurði um framtíðarþróunina, er næg eftirspurn eftir þessari þjónustu miðað við tillögu um mannahald.
Eiríkur Blöndal sagði að þetta kæmi í ljós með tímanum, víða væri þessi ráðgjöf í boði af hálfu aðfangaþjónustunnar.
Erlendur í Skarði ræddi þjónustu aðfangafyrirtækjanna. Bændur væru þar ef til vill í ákveðinni gíslingu, erfitt verður fyrir nýtt fyrirtæki að hasla sér völl í samkeppni við núverandi ráðgjöf sem er fyrir hendi af sölufyrirtækjum aðfanga í dag.
Velti fyrir kynningu þessa verkefnis, hún væri ónóg til dæmis í Rangár- og Árnessýslu, þar eru ekki haldnir kynningarfundir fyrr en eftir aukabúnaðarþing.
Hvað varð um stórfundinn sem reiknað var með í upphafi ? Eins varðandi staðsetningu starfseminnar, verðum að komast upp úr hjólförum um slíkt, staðsetningin gefur auga leið þar sem stærsti hluti landbúnaðarins væri hér á Suðurlandi þá hlyti staðsetning taka mið af því.
Egill á Berustöðum ræddi um áherslu í kynningu verkefnisins, í þeiiri kynningu sem fram hefur farið þá virðist staðsetning fyrirtækisins verða aðalmál aukabúnaðarþings en ekki fyrirkomulag og rekstrargrunnur. Ræddi síðan tilurð samþykktar síðasta Búnaðarþings. Það var ekki valkostur að sínu mati að halda óbreyttu kerfi, m.t.t. ráðstöfun búnaðargjalds.
Ólafur Þorsteinn á Giljum ræddi breytingarnar, til að þetta geti gengið til framtíðar þarf að vera samstaða meðal bænda um málefnið.
Björn í Holti spurði um skiptingu á fjármunumtil nýja fyrirtækisins skv. fyrirliggjandi tillögu.
Sigurjón í Pétursey ræddi litla kynningu á verkefninu og bændur væru illa upplýstir um hvað biði eftir áramót.
Óttar Bragi í Miklaholti ræddi sama mál, þ.e. kynningu verkefnisins, hún hefði verið lítil og hraðinn mikill.
Guðbjörg á Læk lagði áherslu að þetta mál hefði verið kynnt m.a. í Bændablaðinu og eins og á aðalfundi Búnaðarsambandsins. Sagðist vera hissa á þeim málflutningi að málið hefði verið illa kynnt. Spurning hvað verður eftir hjá búnðarsamböndunum, það á eftir að ræða ítarlegar.
Bragi í Selparti spurði um fjárhagsstöðu búnaðarsambandanna, hverfa þeir fjármunir inn í nýja fyrirtækið.
Sveinn Sigurmundsson sagði ekki væri meiningin að leggja eignir núverandi búnaðarsambanda inn í fyrirtækið, heldur myndi nýja fyrirtækið leigja aðstöðu af búnaðarsamböndunum.
Haraldur formaður BÍ fagnaði framkomnum umræðum og spurningum. Ráðgjafanum var falið ákveði verk sem nú hefur verið kynnt. Varðandi kynningamálin, þá hafa þessi mál verið í kynningu m.a. vann danskur ráðgjafi, Ole Kristianssen álitsgerð
Forskot þessarar starfsemi er fólgið í því að 2/3 hluti rekstrarfjár frá búnaðargjaldi og frá búnaðarlagasamningi til að byrja með.
Mikilvægt að viðhalda búnaðarlögunum og þar er ríkisvaldinu skylt að leggja til fjármuni til leiðbeiningastarfsemi. Velti því fyrir sér eignarhaldi hins nýja fyrirtækis og formi, þ.e. ehf.
Munum eftir því að í tillögum ráðgjafans er gert ráð fyrir því að þetta sé landsbyggðafyrirtæki. Aðskilja þarf pólitík og faglega ráðgjöf. Búnaðargjaldið getur orðið skammvinnt og því nauðsynlegt að þróa starfsemina til aukinnar gjaldtöku.
Varðandi skiptingu milli búnaðarlagasamningsframlaga milli nýja fyrirtækisins og BÍ þá væri það aukabúnaðarþings að fjalla um þá skiptingu. Næsti áfangi í starfsemi bændasamtaka er að skerpa á félagsmálum sínum og endurskipuleggja.
Sveinn Steinarsson ræddi málefni félagslegra þátta eins og hjá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands sem hefur notið aðstöðu hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Eins ræddi hann kynbótasýningar búnaðarsambandannna, þar er vel að verki staðið hjá búnaðarsamböndunm, yrði þetta ekki dýrara kerfi
Erlendur í Skarði ræddi hagsmunagæslu bænda
Björn í Holti ræddi félagsformið í nýju fyrirtæki, gæti það ekki verið samvinna milli búnaðarsambanda og BÍ.
Stefán Guðmundsson spurði um núverandi fyrirkomulag og nýtt skipulag, verður þetta nýja kerfi ódýrara.
Runólfur Sigursveinsson ræddi undirbúning og kynningu verkefnisins og taldi að betur hefði mátt standa að því, skammur tími er til stefnu.
Páll Eggertsson ræddi hagsmunagæsluna hvar henni verður fyrir komið í nýju fyrirkomulagi.
Guðrún í Hlíðarendakoti ræddi eignarform nýja fyrirtækisins og eins varðandi hagsmunagæsluna.
Eiríkur Blöndal ræddi starf fyrir einstök svæðabúgreinafélög, þá hluti þyrfti að semja um. Hraðinn í málinu er ekki óþarflega mikill, t.d. sem
Haraldur Benediktsson ræddi félagsformið, sum búnaðarsambönd hafa ekki áhuga sameignarformi og því einfaldlega eðlilegast að þetta félag sé í eigu BÍ og rekið sem ehf. Ræddi hagsmunagæsluna og gjaldtöku vegna hennar.
6. Fundarslit.
Guðbjörg
Fundi slitið
Runólfur Sigursveinsson ritaði fundargerð.