Formannafundur 2015
Formannafundur Búnaðarsambands Suðurlands 16.1.2015
haldinn að Árhúsum Hellu
1.Fundarsetning
Ragnar M. Lárusson, formaður Bssl setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Ragnar byrjaði á að minnast Þóris Jónssonar, bónda á Selalæk sem lést í byrjun árs, en hann var ötull talsmaður bænda á Búnaðarþingi og víðar.
2.Starfsemi Búnaðarsambands Suðurlands á liðnu ári.
Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri sagði frá starfsemi BSSL á liðnu ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tilkynnti á haustdögum að miklar breytingar yrðu á sjóðagjöldum til BÍ, sem fæli í sér gerbreytingu á búnaðargjaldi frá og með janúarbyrjun 2016. Búnaðarþing mun breytast á komandi árum og þingfulltrúum mun fækka á þessu svæði, a.m.k. frá Búnaðarsambandinu.
Hjá Búnaðarsambandinu fækkaði um einn starfsmann er Grétar Már Þorkelsson á Höfn, gerðist verktaki og sinnir þá bara tilfallandi verkefnum, þegar á þarf að halda. Vinna starfsmanna var svipuð og síðasta ár. Fyrirhugað er að sameina öll fyrirtæki BSSL undir einn hatt, en það er RSK sem gerir þessa kröfu og þetta er í burðarliðnum en óvíst hvort af þessu verði nú í ár eða strax í byrjun næsta árs.
Sauðfjársæðingastöð sendi út meira sæði 2014 en 2013, en nýtingin var léleg og oft erfitt með flutninga, vegna veðurs. Mest notaði hrúturinn á þessari vertíð var Kölski frá Svínafelli.
Kynbótastöðin gekk vel sem og reksturinn á BSSL. Við tókum yfir sæðingar á Austurlandi en bændur á þessu svæði kölluðu eftir þessari breytingu og vonandi mun það ganga vel. Klaufskurður jókst milli ára.
Á döfinni er að fara í verkefni tengt vinnuvernd. Mikilvægt að fara yfir þessi mál og Guðmundur Hallgrímsson, Hvanneyri mun fara í þetta verkefni á vormánuðum á okkar svæði. Tilgangur er að byggja eftirlitskerfi fyrir bóndann, þar sem hann getur sjálfur gert áhættumat, til að greina öryggi véla, rafmagns og ásýnd býlisins.
Grétar Hrafn Harðarson tilraunastjóri á Stóra-Ármóti hætti störfum í árslok 2014. Tilraun sem átti að hefjast í ársbyrjun var hætt við, en þar sem upplýsingar um það komu svo seint var ekkert hægt að gera til að breyta því. Næsta mál er að leita til aðila tengda nautgriparæktinni og fá þá til að styðja þetta verkefni svo framþróun í greininni geti haldið áfram. Fjárhús var byggt fyrir ca. 26 milljónir og hefur nú vinnuaðstaða við féð og aðbúnaður fjárins lagast til muna.
3. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ Félagskerfi, starfsskilyrði ofl.
Búnaðarstofa, samheiti yfir stjórnsýsluverkefni sem BÍ hefur haft með höndum, en munu um næstu áramót flytjast til Matvælastofnunar (MAST).
Sindri fór yfir þá umræðu sem hefur verið um landbúnaðarmál og ekki er alltaf gott að svara þeim ásökunum sem fjölmiðlar leggja fram. BÍ vill málefnalega umræðu en ekki skítkast.
BÍ hefur verið í viðræðum við LK um sölu á Nautastöðinni og taka við sæðingastarfseminni og mun fá heitið Nautgriparræktarmiðstöð Íslands að Hesti. Við breytingarnar verður inni verkaskiptasamningur sem leiðir til styrkingar á RML en jafnframt verði leitað jöfnuðar varðandi sæðingagjöld. Eins er í gangi söluferli á Hótel Sögu ehf. sem mun skýrast á komandi vikum hvað gert verður.
Sindri fór yfir mál BÍ eftir búnaðargjald sem er á útleið, mögulega í ársbyrjun 2016. Óvíst hvort það fellur niður algjörlega eða lögbundin verkefni munu halda sér eins og ráðgjafarþjónusta og bjargráðasjóður, en búnaðargjaldið mun ekki nýtast til hagsmunagæslu. Margar hugmyndir eru á borðinu sem verða skoðaðar betur á Búnaðarþingi.
Búvörusamningamálin verða rædd á þessu ári, sú umræða er komin vel af stað í mörgum búgreinum, t.d. garðyrkju. Sauðfjárbændur eru með nefnd sem er í gangi um sín mál. LK, BÍ og Auðhumla eru líka farin að ræða þessi mál. Þarf að koma fram á haustþingi hvernig línurnar verða á komandi árum.
4. Umræður og fyrirspurnir.
Höskuldur Gunnarsson, Stóra-Ármóti spurðist fyrir um stuðningskerfi í komandi búvörusamningi. Verður það óbreytt ástand styrkja eða á að setja þetta inn á græna geirann?
Páll Eggertsson, Mýrum er ekki sáttur við hvernig standa á að kosningu til Búnaðarþings, ef það á að vera eingöngu í höndum fulltrúa á aðalfundi búnaðarsambanda. Tæknilega séð er það framkvæmanlegt að fleiri félgasmenn kjósi. Hann vildi líka benda á að í Skaftárhrepp vantar þriggja fasa rafmagn, sem er undirstaða fyrir vaxtarmöguleika. Spurning hvort hægt sé að sameina það við ljósleiðaravæðingu sem er nauðsynleg fyrir ferðaþjónustu ofl. Páll spurði líka um sæði í holdanaut, en það vantar nautakjöt og því mikið atriði að eitthvað fari að gerast í þessum málum.
Erlendur Ingvarsson, Skarði, spurði út í sölu á Nautastöð. Hvað verður um sæðingastarfsemina ? BÍ hefur ekki náð tökum á að jafna sæðingagjöld milli landshluta, eru þeir ekki að fría sig ábyrgð? Varðandi sölu á Hótel Sögu, á selja húsið og hvað svo?
Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ. Varðandi fóðurtilraun á Stóra-Ármóti er mikil óánægja meðal FKS með að tilraunin sé slegin af. Við getum ekki heimfært allt á íslenskar kýr, því er nauðsynlegt að gera þessa tilraun. Tilraunastarfsemi má ekki deyja út og FKS styður BSSL til að halda fund með LBHÍ og vill koma að því máli. Varðandi sölu hótelsins eru skrifstofurnar inní sölunni?
Sindri svaraði fyrirspurnum; Höskuldur það eru ekki komnar fastar línur og ramminn lokar ekki á neitt, það eru ýmsar hugmyndir í loftinu en línur eiga eftir að skýrast.
Fyrirspurn Páls, það er ákvörðun hvers Búnaðarsambands hvernig að kosningum er háttað. Þriggja fasa rafmagn er alltaf á borðum BÍ öðru hvoru og hægt að skoða það að setja þetta inn í ljósleiðaravæðinguna. Holdanautasæði, það er tilbúið frumvarp sem verður vonandi lagt fyrir á vorþingi, sem liðkar fyrir innflutningu á erlendu erfðaefni.
Fyrirspurn Erlendar, BÍ er ekki að fríja sig ábygð, með nýjum eigendum eru betri möguleikar á jöfnun. Varðandi Hótelsölu þá stendur til að selja alla eignina.
Guðbjörg Jónsdóttir, búnaðarþingsfulltrúi, er hætt búskap en vill fá að heyra í fundarmönnum ef þeir eru mótfallnir því að hún fari á þingið. Hún hefur fullan stuðning frá þeim fulltrúum sem fara á Búnaðarþing og vill þó hafa umræðuna opna.
Hún fjallaði einnig um félagskerfið sem þarf að hugsa vel til framtíðar. Eins lýsti hún áhyggjum af sauðfjárræktinni, en þar er hvorki hægt að hætta né hefja búskap. Það þarf að taka dreifbýlismálin til endurskoðunar. Hvað vilja bændur gera með Bjargráðasjóð þegar búnaðargjaldið er tekið af?
Egill Sigurðsson, Berustöðum var ekki hrifinn af félagskerfinu sem Sindri var að kynna. Hann sá fyrir sér BÍ sem hagsmunabandalag, sem stuðla ætti að hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn. Við erum fyrst og fremst bændur og vantar að sameina hagsmuni okkar.
Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti er ósátt við að peningar hafi völd í félagskerfinu, við verðum að starfa undir einum hatti.
Páll á Mýrum vildi koma því á framfæri að þriggja fasa rafmagn er á áætlun 2034 í Skaftárhrepp og það er ekki ásættanlegt. Sauðfjárræktin er áhyggjuefni, þar vantar aðstoð í vöruþróun og markaðssetningu, svo erlendir ferðamenn kaupi lambakjöt. Gæðastýringasamningar, sunnanlands er of mikið land í flokk 3,4,5. Er hægt að breyta reglugerðinni, eða er allt stopp hjá MAST?
Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Giljum. Seljum Hótel Sögu, það er ekki hlutverk BÍ að standa í ferðaþjónustu, nota síðan peningana í þágu bænda. Hann fór inn á framkomu forsvarsmanna BÍ þegar eitthvað kemur uppá, þá er nauðsynlegt að svara gagnrýninni fljótt og vel.
Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð kom inn á að SS hefði ekki tíma til að sinna sölu á lambakjöti því það væri svo upptekið af sölu á innfluttu sælgæti.
Sindri svaraði spurningunum, en stóra málið er að fjármagna BÍ þegar búnaðargjaldið er farið. Félagsþátttaka er stórt spurningamerki. Í útreikningum var tekið mið af 70% félagsþátttöku, en það er sambærilegt við þátttöku í systursamtökum.
Lambakjötsframleiðsla við eigum að horfa til útflutnings, þar fáum við meira fyrir kjötið heldur en á innanlandsmarkaði.
Samstaða hjá Auðhumlu í mjólkursölu er að hjálpa í sölu á afurðum. Þetta vantar í hjá lambakjötsframleiðendum. Mönnum gert að vinna saman að uppbyggingu á erlendum verkefnum.
Fjölmiðlaumræðan, hvenær á að taka af skarið og hvenær ekki. Erum í dag með fjölmiðlafulltrúa í að skoða hvert og eitt mál og hvernig því ber að svara.
Þorsteinn Ágústsson, Syðra-Velli telur að ekki eigi að vera að flana að því að selja Hótelið né Nautastöðina.
Nokkrir hváðu sér hljóðs og studdu Guðbjörgu til setu á Búnaðarþingi.
Baldur Indriði Sveinsson, Litla-Ármóti spurði út í verðlagsnefnd búvöru, hvað er að gerast þar?
Daníel Jónsson, Akbraut ræddi um hvernig á að svara fyrir sig og ræddi málefni MAST, aðbúnaðarreglugerð ofl.
Sindri, verðlagsnefnd búvöru og skýrsla Hagfræðistofnunar, er búin að vera í vinnslu lengi. Verðlagsnefndin er ekki búin að koma saman síðan í október 2013
5. Önnur mál
Sveinn Sigurmundsson lagði fram tillögu til Búnaðarþings:
Formannafundur BSSL haldinn að Árhúsum 16. Janúar 2015 skorar á stjórn LBHÍ að ráða tilraunastjóra að Stóra Ármóti hið fyrsta. Jafnframt harmar fundurinn að tilraun um áhrif fóðrunar á efnasamsetningu mjólkur og þá einkum fituinnihalds í mjólk skyldi frestast. Um leið og markaðurinn kallar á aukna mjólkurfitu varð fall í fituinnihaldi innveginnar mjólkur. Þörfin á að athuga orsakasamhengið nánar er því mjög brýn.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:26 Fundarritari Helga Sigurðardóttir