Úrslit folaldasýningar í Skeiðvangi
Árleg folaldasýning Hrossaræktarfélags A-Landeyja og Skeiðvangs fór fram í Skeiðvangi á Hvolsvelli, laugardaginn 22. janúar síðastliðinn. Þar öttu kappi 23 folöld af fjölbreyttu ætterni og uppruna úr Rangárþingum. Alls áttu 20 feður afkvæmi á sýningunni og úr þeim feðrahópi voru 60% sýndir hestar en aðrir feður vel ættaðir ungfolar. Dómarar sýningarinnar voru þeir Kristinn Guðnason, Árbæjarhjáleigu, og Daníel Jónsson á Hellu og leystu þeir sitt verkefni vel af hendi.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Hestfolöld / röðun dómara:
1 Hvinur frá Hvolsvelli IS2010184857, jarpur, (sjá mynd).
F: Stormur frá Leirulæk IS2001136756
M: Eydís frá Stokkseyri IS1996287241
Rækt./Eig.: Anu Kaarina Mehtonen / Magnús Bjarki Jónsson, Hvolsvelli.
2 Vésteinn frá Snjallsteinshöfða II IS2010186850, jarpskjóttur.
F: Ágústínus frá Melaleiti IS2002135450
M: Véfrétt frá Snjallsteinshöfða II IS2000286850
Rækt./Eig.: Sævar Jónsson, Snjallsteinshöfða II.
3 Kvistur frá Hólmum IS2010184244, brúnn
F: Auður frá Lundum IS2002136409
M: Þruma frá Skíðbakka I IS1995284368
Rækt./Eig.: Axel Þ. Sveinbjörnsson og Silja Ágústsdóttir, Hólmum.
Merfolöld / röðun dómara:
1 Argentína frá Borg IS2010281202, jarpvindótt.
F: Óðinn frá Eystra-Fróðholti IS2004186183
M: Þrá frá Eystra-Fróðholti IS2007286236
Rækt./Eig.: Hestaborg ehf – Elka og Jói á Borg, Þykkvabæ.
2 Fía frá Eystra-Fróðholti IS2010286183, grá/bleikvindótt.
F: Sær frá Bakkakoti IS1997186183
M: Líparít frá Eystra-Fróðholti IS2000286191
Rækt.: Ársæll Jónsson
Eig.: Hestaborg ehf og Guðmundur G. Gunnarsson.
3 Teikning frá Skíðbakka III IS2010284500, rauðstjörnótt.
F: Klængur frá Skálakoti IS2001184159
M: Móna frá Skíðbakka III IS1997284501
Rækt./Eig.: Erlendur Árnason, Skíðbakka III.
Á myndinni eru efstu merfolöld.
Úr sterkum hópi völdu dómarar hestfolaldið Hvin frá Hvolsvelli IS2010184857 efnilegasta grip sýningarinnar.
Svo sem venja er kusu áhorfendur einnig og völdu glæsilegasta folald sýningar. Sá heiður hlotnaðist merfolaldinu Sölku frá Skíðbakka I IS2010284367 sem er brún að lit, faðir Flugar frá Barkarstöðum IS2000187141 og móðir Skerpla frá Skíðbakka I IS2002284366. Ræktandi og eigandi Sölku er Rútur Pálsson, Skíðbakka I.
Áhorfendum og þátttakendum öllum eru hér færðar bestu þakkir fyrir skemmtilegan viðburð.
Skeiðvangur og Hrossaræktarfélag A-Landeyja