Úrslit í ljósmyndakeppni BSSL og TRS 2007
Í dag voru afhent verðlaun fyrir bestu ljósmyndirnar í ljósmyndakeppni BSSL og TRS 2007. Fyrstu verðlaun hlaut Jóhanna S. Hannesdóttir í Stóru-Sandvík fyrir myndina „Skuggaleg Skjalda“. Í öðru sæti lenti Magnús Hlynur Hreiðarsson á Selfossi og í þriðja sæti Jónas Erlendsson í Fagradal.
Guðmundur Jóhannesson hjá BSSL, Magnús H. Hreiðarsson, Jónas Erlendsson og Ragnhildur Harðardóttir hjá TRS. |
Verðlaun voru gefin af BSSL og TRS þannig að TRS gaf Canon PowerShot G7 myndavél í 1. sætið og 500 Gb utanáliggjandi harðan disk í annað sætið en BSSL gaf Lowepro myndavélarbakpoka í þriðja sætið.
BSSL og TRS þakka öllum fyrir þátttökuna um leið og við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.
Röð 10 bestu myndanna er eftirfarandi:
1. sæti Skuggaleg Skjalda Jóhanna S. Hannesdóttir | |
2. sæti Ég var að koma í heiminn Magnús Hlynur Hreiðarsson | |
3. sæti Smalað á jökli Jónas Erlendsson | |
4.-5. sæti Rúlluhirðing Jóna Sigþórsdóttir | |
4.-5. sæti Margt býr í kýrhausnum Ásta Þorbjörnsdóttir | |
6.-7. sæti Guffi Aldís Jónsdóttir | |
6.-7. sæti Hestar Aldís Jónsdóttir | |
8. sæti Guffi Karen Jónsdóttir | |
9. sæti Brosað í heyskapnum Jónas Erlendsson | |
10. sæti Sólarlag í sveitinni Kristín Ólafsdóttr |