Úrslit ungfolasýningar á Hvolsvelli
Ungfolasýning Hrossaræktarfélags Austur-Landeyja fór fram í Skveiðvangi á Hvolsvelli síðastliðinn laugardag 28. mars. Þátttaka var mikil og fjölbreyttar ættir og uppruni á folunum sem fram komu. Í flokki 2 vetra hesta voru 20 einstaklingar og í flokki 3 vetra hesta 10.
Guðlaugur V. Antonsson, landsráðunautur í hrossarækt, stigaði folana og lýsti kostum og göllum í byggingarlagi auk þess sem þeir fengu að hlaupa frálsir í reiðhöllinni. Um 100 manns sóttu þennan árvissa vorboða og viðburð félagsins.
Röðun folanna varð eftirfarandi:
2v. hestar
1. Breki frá Strandarhjáleigu IS2007184887, móálóttur, stjörnóttur.
F: Hugi Hafsteinsstöðum / M: Bylgja Strandarhjáleigu.
Eig./Rækt.: Elvar Þormarsson, Hvolsvelli.
2. Hrafn frá Bakkakoti IS2007186180, brúnn.
F: Krákur frá Blesastöðum IA / M: Álfadís frá Bakkakoti.
Eig./Rækt.: Róbert Bergmann, Bakkakoti.
3. Skýr frá Skálakoti IS2007184162, rauðblesóttur.
F: Sólon frá Skáney / M: Vök frá Skálakoti.
Eig./Rækt.: Guðmundur Viðarsson, Skálakoti.
4. Þórgnýr frá Þúfu IS2007184555, rauðstjörnóttur.
F: Þorsti frá Garði / M: Þota frá Þúfu.
Eig./Rækt.: Guðni Þór Guðmundsson og Guðmundur Guðnason.
5.-6. Herkúles frá Litla-Hálsi IS2007182211, Jarpur.
F: Borgar frá Strandarhjáleigu / M: Hetja frá Hvítanesi.
Eig./Rækt.: Litli-Háls ehf
5.-6. Ísar frá Laxárnesi IS2007125645, grár fæddur brúnn.
F: Huginn frá Haga I / Vaka frá Brúarreykjum.
Eig.: Hermann Ingason Rækt.: Fínafl ehf
3v. hestar
1. Dökkvi frá Bakkakoti IS2006186183, dökkjarpur.
F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum / M: Rán frá Bakkakoti.
Eig./Rækt.: Sigríður Vaka Jónsdóttir, Bakkakoti.
2. Patrik frá Reykjavík IS2006125212, brúnn.
F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu / M: Perla frá Ölvaldsstöðum.
Eig./Rækt.: Lena Zielinski, Efra-Hvoli.
3. Valtýr frá Fornusöndum IS2006184171, rauðstjörnóttur.
F: Vár frá V-Fíflholti / Björk frá N-Hvammi.
Eig.: Vignir Siggeirsson, Hemlu II. Rækt.: Axel Geirsson, Fornusöndum.
4. Stuðull frá Miðhúsum IS2006184999, dökkrauðblesóttur.
F: Eldjárn frá Tjaldhólum / M: Minning frá Velli II.
Eig./Rækt.: Magnús Halldórsson, Hvolsvelli.
5. Ísak frá Skíðbakka I IS2006184367, jarpur.
F: Dalvar frá Auðsholtshjáleigu / M: Ísold frá Skíðbakka I
Eig./Rækt.: Rútur Pálsson, Skíðbakka I.
Félagið þakkar öllum þeim sem að komu, þátttakendum, áhorfendum og aðstandendum, kærlega fyrir góðan dag.
Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja