Úttektum jarðabóta lokið

Nú hafa starfsmenn Búnaðarsambands Suðurlands lokið við úttektir jarðabóta þetta árið.  Alls voru rúmlega 400 umsóknir sem þurfti að taka út hér á Suðurlandi en á landinu öllu voru umsóknir 1155.  Heildarhektarafjöldi úttekinn á Suðurlandi var um 5.300 ha en á landinu öllu voru teknir út um 11.300 ha.  Sunnlenskir bændur voru því duglegir að rækta á síðasta ári þó uppskera hafi verið misjöfn.  Við úttektir kom það sér vel hve margir bændur eru með góð túnkort en einnig kom í ljós að yfirfara þarf þau á mörgum bæjum.  Það sparar mikinn tíma að hafa góð túnkort og einfaldar alla vinnu.

Hér fyrir neðan má sjá kökuskiptingu á umsóknum bæði eftir fjölda og í hektörum.  En þess má geta að svæðið nær yfir fjórar sýslur, þ.e. Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Austur-Skaftafellssýlu.

 

Þeir bændur sem vilja uppfæra túnkortin og lagfæra er bent á að hafa samband við Höllu Kjartansdóttur hjá Búnaðarsambandinu hk@bssl.is eða í síma 480 1800.  Það er gott að nýta tímann í vetur til að fara yfir þessi mál í rólegheitunum og ná smá kynningu á jarðræktarforritinu jord.is.


back to top