Vatnaskil?

Íslenska krónan hefur átt í verulegri vök að verjast síðasta árið. Fyrir því höfum við öll fundið. Fyrir ári stóð gengisvísitala íslensku krónunnar, GVT, í um 130 stigum. Í dag er GVT í rúmlega 190 stigum. Greining Íslandsbanka fjallaði um gengisþróun GVT gagnvart þó nokkrum myntum í grein í gær sem fjallað var um hér á síðunni í morgun. Þar segir að blómaskeiði vaxtamunarviðskipta sé lokið.

Vaxtarmunaviðskipti byggðu á því að taka lán í lágvaxtalöndum, aðallega í Japan og Sviss, og ávaxta í hávaxtalöndum á borð við Ísland, Nýja Sjáland, Ástralíu, Suður-Afríku, Brasilíu og Tyrkland. Sameiginlega hafi myntir þessara landa síðan orðið fyrir skipbroti eftir að alþjóðlega fjármálakreppan skall á að fullum þunga, árið 2008. Á móti hafa lágvaxtamyntirnar, þá sérstaklega japanska jenið, JPY, styrkt sig verulega. Lán í algengustu skuldsetningarmyntunum, JPY og svissneska frankanum, CHF, hafa þannig eins og við þekkjum hækkað verulega umreiknað yfir í íslenskar krónur.

Nú kann hins vegar að hylla undir betri tíð. JPY hefur lækkað nokkuð gangvart GVT síðustu daga umfram styrkingu krónunnar, sjá mynd hér að neðan. Það hefur beint áhrif til lækkunar á höfuðstól erlendra lána í JPY. Samhliða berast fréttir af því að verulegur samdráttur sé orðinn í japönsku hagkerfi. Það ætti að þrýsta gengi JPY enn frekar niður, til hagsbóta fyrir lántakendur í JPY.


Ítarefni:
Frétt RÚV um japanskt efnahagslíf
Greiningardeild Íslandsbanka


back to top