Vaxtarsprotar á Suðurlandi

Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það markmið að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveitum. Þátttakendur sitja námskeið þar sem þeir fá aðstoð við að þróa hugmyndir um eigin atvinnurekstur yfir á framkvæmdastig.
Hagnýtar upplýsingar Námskeiðið hefst 1. febrúar og lýkur 26. apríl 2011. Kennt er einu sinni í viku í 4 klst. í senn. Áætlað er að kenna í tveimur hópum ef næg þátttaka fæst, staðsetning tekur mið af þörfum þátttakenda.
Nánari upplýsingar og skráning til 25. janúar hjá Erlu Sigurðardóttur í síma 522 9491/ 867 2669 eða með tölvupósti á erla.sig@nmi.is . Sjá nánar á www.nmi.is/impra.
Kynningarfundir um Vaxtarsprota verða haldnir þriðjudaginn 18. janúar kl. 12:00 í Árhúsum á Hellu og kl. 15:30 í Félagsheimilinu Þingborg.
Dagskrá kynningarfunda

Fundarstjóri Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri BSSL.

1. Sigurður Steingrímsson verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynnir starfsemi og þjónustu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

2. Kjartan Ólafsson formaður stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins kynnir sjóðinn og aðkomu sjóðsins að verkefninu.

3. Erla Sigurðardóttir verkefnisstjóri Vaxtarsprota hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynnir Vaxtarsprotaverkefnið.

4. Ólöf Hallgrímsdóttir ferðaþjónustubóndi og frumkvöðull í Vogum í Mývatnssveit segir frá reynslu sinni af atvinnurekstri.

5. Sædís Íva Elíasdóttir framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Suðurlands fjallar um tækifæri í nýsköpun.

Fundirnir eru öllum opnir,
Áhugafólk um atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi er sérstaklega hvatt til að mæta.

Vaxtarsprotar eru á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
Á Suðurlandi er unnið í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.


back to top