Veffræðsla LK – Sérhæfð ráðgjöf fyrir nautgriparæktendur

Sérhæfð ráðgjöf fyrir nautgripabændur er fyrsti fyrirlestur vetrarins.  Fyrirlesari er Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri búfjárræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.  Áætluð birting á þessum fyrirlestri er 6. október 2014.

Veffræðsla Landssambands kúabænda er nú send út þriðja árið í röð.  Tilraunaárin tvö eru liðin og ánægjan það mikil að ákveðið var að halda áfram.  Hægt er að hlusta aftur og aftur á erindin eftir að þau hafa verið birt.   Rétt er að minna á að allir sem hafa áhuga geta fengið lykilorð og þannig aðgengi að bæði nýjum fyrirlestrum og þeim hafa verið sendir út. Til þess að fá lykilorð þarf einungis að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@naut.is með nafni og heimilisfangi.

Nánar á naut.is


back to top