Vefur BSSL varð fyrir árás frægs vefhakkara
Því miður varð vefur Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árás frægs vefhakkara fyrir helgina. Við það duttu út nokkrar fréttir sem settar voru inn dagana 4., 5. og 6. júní. Tæknimenn Aicon, sem hýsir vefinn, brugðust skjótt við og er nokkuð ljóst að vefurinn er ekki lengur árásarhæfur þar sem búið er að koma í veg fyrir að slíkar árásir geti átt sér stað, þó ekki sé til neitt sem heitir 100% öryggi.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið og vonumst til að þetta gerist ekki aftur.