Vel heppnaðir haustfundir um sauðfjárrækt

Góð mæting var á haustfundi sauðfjárræktarinnar sem haldnir voru í síðustu viku.  Alls mættu um 150 manns á þessa 4 fundi en einn fundur var fyrir hverja sýslu. Veitt voru verðlaun í boði Fóðurblöndunnar og Jötunn Véla fyrir hrútana sem voru með hæstu kynbótaeinkunnir og efstu lambhrútana við lambaskoðun í haust. Kaffi var í boði Sláturfélagsins og Búnaðarsambandsins.

Flutt voru erindi um starfsemi sauðfjársæðingastöðvarinnar, hrútakostinn þar í haust, ræktunarstarfið  og hauststörfin  í sauðfjárrækt hjá RML


back to top