Vel heppnaðir hrútafundir

Fyrir skömmu voru haldnir kynningarfundir um hrútakostinn á Sauðfjársæðingastöðinni í haust. Það var Eyþór Einarsson sauðfjárræktarráðunautur RML sem gerði það og auk þess ræddi hann um, erfðagalla, innleiðingu verndandi arfgerða, útkomuna á lambadómum í haust, nýjungar í Fjárvís ofl. Sveinn Sigurmundsson fjallaði um sæðingavertíðina sem framundan er. Fanney Ólöf Lárusdóttir ráðunautur RML fór yfir lambadóma á Suðurlandi og í framhaldi af því voru veitt verðlaun fyrir 5 efstu lambhrútana í hverri sýslu.  Fundirnir voru vel sóttir um 150 manns sem sóttu þá. Kaffiveitingar voru í boði Sláturfélags Suðurlands og verðlaunapeningarnir í boði Fóðurblöndunnar og eru þessum fyrirtækjum hér með færðar bestu þakkir fyrir. Á myndinni eru eigendur efstu lambhrútana í Árnessýslu


back to top