Viðbúnaður vegna aukinnar virkni í Eyjafjallajökli

Vegna aukinnar virkni í Eyjafjallajökli hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra beðið Matvælastofnun að hvetja alla þá sem hafa með búfjárhald að gera í nágrenni jökulsins að fylgjast vel með fréttum útvarpsstöðva. Nýjustu fréttir eru einnig að finna á heimasíðu Almannavarna: www.almannavarnir.is.
Búnaðarsamband Suðurlands hvetur umráðamenn búfjár á svæðinu til að fylgjast vel með fréttum, kynna sér rétt viðbrögð og vera viðbúnir ef ástæða verður til.

Upplýsingar um áhrif eldgosa á dýr og viðbragðsáætlun Matvælastofnunar vegna eldgos má nálgast í eftirfarandi greinum.


Ítarefni:


Áhrif eldgosa á dýr


Vefur almannavarna


back to top