Viðræður um landbúnaðarmál gætu tafist
Helstu hagstærðum viðvíkjandi íslenskum landbúnaði þarf nú að safna saman upp á nýtt. Þetta verður gert á næstu misserum að kröfu Evrópusambandsins sem samþykkir ekki þau vinnubrögð að Bændasamtökin eða aðrir þeir sem hagsmuna eiga að gæta sjái um þessa hagskýrslugerð.
Magnús S. Magnússon, skrifstofustjóri hjá Hagstofu Íslands, segir þetta geta valdið því að viðræður um landbúnaðarmál í umsókn Íslendinga um aðild að ESB tefjist.