Viðunandi kornuppskera í haust
Kornslætti lauk á Stóra Ármóti í byrjun október en alls voru þresktir 16,5 ha. Uppskera var viðunandi eða 3,8 tonn/ha. miðað við 85% þurrefni. Heildaruppskera nam því 62,7 tonnum af 85% þurru byggi.
Kornið var allt sýruverkað og reyndist kostnaður á hvert kg korns vera 35 kr. Stærstu einstöku kostnaðarliðirnir eru sýra til íblöndunar sem kostar rúmar 9 kr/kg korns, áburður og skeljasandur 8,2 kr/kg korns og sáðkorn 7,7 kr/kg korns. Þær 10 kr/kg sem eftir standa fara síðan að mestu í jarðvinnslu og þreskingu.
Kornið er allt nýtt til fóðrunar á búinu en eins og kunnugt er eru kýrnar á búin fóðraðar með heilfóðri.