Viðurkenningar BSSL á aðalfundi FKS

Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi sem var haldinn í Gunnarsholti 25. febrúar veitti Búnaðarsambandið eftirtöldum aðilum viðurkenningar fyrir góðan árangur í nautgriparækt árið 2018

Fyrir afurðamesta búið í verðefnum fengu Guðrún og Garðar Hólmi í Austur Landeyjum Huppustyttuna. Afurðir búsins voru 8.192 kg mjólkur og 624 kg MFP

Fyrir Afurðahæstu kúna fengu Sigurður og Fjóla Birtingaholti 4 Hrunamannahreppi MBF styttuna fyrir kúna Randaflugu 1035 en hún mjólkaði 13.497 kg

Fyrir þyngsta nautið fékk Jón Örn Ólafsson Nýjabæ, Vestur Eyjafjöllum viðurkenningu en nautið vóg 468,1 kg tæplega 25 mánaða gamalt og flokkaðist í UN R 3+


back to top