Viðurkenningar fyrir miklar afurðir

Á aðlafundi Búnaðarsambands Suðurlands s.l. föstudag voru afhentar viðurkenningar fyrir miklar afurðir í nautgriparæktinni. Sex afurðahæstu búin á árinu 2006 hlutu viðurkenningu ásamt því sem veittar voru viðurkenningar fyrir þrjár afurðahæstu kýrnar og sérstök viðurkenning fyrir glæsilegt Íslandsmet fyrir afurðir á einu og sama almanaksárinu. Viðurkenningu hlutu:
Afurðahæstu búin:
1. Kirkjulækur i Fljótshlíð – 7.556 kg mjólk – 561 kg MFP
2. Akbraut í Holtum – 7.601 kg mjólk – 556 kg MFP
3. Efri-Brúnavellir II á Skeiðum – 7.174 kg mjólk – 523 kg MFP
4. Reykir á Skeiðum – 6.747 kg mjólk – 517 kg MFP
5-6. Arakot á Skeiðum – 6.674 kg mjólk – 496 kg MFP
5-6. Lækjartún í Ásahreppi – 6.535 kg mjólk – 496 kg MFP

Afurðahæstu kýrnar:
1. 197 í Stóru-Mörk undir V-Eyjafjöllum – f. Hersir 97033 – 11.863 kg mjólk – 898 kg MFP
2. Flís 266 á Þúfu í V-Landeyjum – f. Tjakkur 92022 – 10.764 kg mjólk – 847 kg MFP
3. Rós 040 á Reyjkum á Skeiðum – f. Kaðall 94017 – 10.823 kg mjólk – 846 kg MFP

Viðurkenningu fyrir Íslandsmet í afurðum á árinu 2006 hlaut Blúnda 468 á Helluvaði á Rangárvöllum en hún mjólkaði 13.327 kg mjólkur árið 2006.


back to top