Vilja Landgræðsluskóla SÞ í Gunnarsholt
Sveitarstjórn Rangárþings ytra vill að fyrirhugaður Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna hér á landi verði staðsettur á Gunnarsholti. Hugmyndin hefur verið kynnt utanríkis og landbúnaðarráðuneytunum en beðið er eftir svari. Um er að ræða háskólastofnun um uppgræðslu og landbætur fyrir um þrjátíu útlendinga.
“Í Gunnarsholti eru færustu sérfræðingar á sviði landgræðslu, rétt umhverfi og skólastofa til landgræðslu. Einnig væri hægt að nýta húsnæðið að Akurhóli sem óvíst er hvað verður um eftir að Götusmiðjan flyst þaðan,” segir Örn Þórðarson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
/eb