Vilja slátra heima

Bændasamtök Íslands skoða nú möguleikann á því að endurtúlka gildandi reglur frá Evrópusambandinu, þannig að hægt verði með hagkvæmari hætti að setja upp lítil sláturhús á bóndabæjum hér á landi. „Í heimaslátrun eru fólgin tækifæri tengd matarferðamennsku, það er alveg klárt,“ segir Árni Jósteinsson, starfsmaður verkefnisins fyrir Íslands hönd.

„Heimaslátrun er forsenda þess að bændur geti unnið kjötið. Þeir gætu þá jafnvel boðið ferðamönnum upp á að fylgjast með ferli kjötsins þar til það er komið á diskinn – frá haga til maga.“


Árni segist þó ekki reikna með því að heimaslátrun geri kjötið ódýrara til neytenda. „En það er von mín að bændur nái að skapa sér aukna og arðbærari vinnu með þessum hætti.“

Nánar er fjallað um málið í Blaðinu í dag sem nálgast má með því að smella hér.


back to top