Virkjanir samþykktar
Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í gærkvöldi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2004-2016 varðandi Hvamms- og Holtavirkjun.
Með breytingunni verður gert ráð fyrir fyrrnefndum virkjunum sem fyrirhugaðar eru í neðri hluta Þjórsár í aðalskipulaginu. Breytingin fer nú til umsagnar hjá Skipulagsstofnun.