Yfir helmingur íslenskra kúa á legubásum
Á vef Landssambands kúabænda (www.naut.is) kemur fram að nýlokið er vinnu við skýrslu um þróun fjósgerða og mjaltatækni hérlendis en slík samantekt hefur verið gerð á tveggja ára fresti undanfarin ár. Í skýrslunni kemur fram að að í fyrsta skipti er yfir helmingur mjólkurkúa hér á landi hýstur í legubásajósum. Þá kemur einnig fram enn eru viðhöfð öll grundvallarvinnubrögð sem þekkjast við mjaltir, frá handmjöltum og til mjaltaþjóna en um fjórðungur allrar framleiddrar mjólkur á Íslandi kemur frá búum með mjaltaþjóna.
Á síðustu tveimur árum fækkaði fjósum þar sem framleidd er mjólk um tæp 5% og eru þau nú 685 talsins. Er það í fyrsta skipti sem sú tala fer niður fyrir 700. Básafjós eru enn algengust og telja um 65% þó þeim fækki hlutfallslega.
Það var Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri hjá Sprota –frumkvöðla- og tækniþróunarseturs LBHÍ annaðist gerð skýrslunnar.
Skýrsluna má nálgast í heild sinni á síðu Landssambands kúabænda, www.naut.is, með því að smella hér.