Ýmsar kostnaðartölur úr mjólkurframleiðslunni 2008

Að beiðni Landssambands kúabænda tóku Búnaðarsamband Suðurlands og Búgarður á Akureyri saman yfirlit yfir ýmsa kostnaðarliði í mjólkurframleiðslunni fyrir síðasta ár. Samantekt BSSL byggir á tölum frá 34 búum sem að jafnaði lögðu inn 231 þúsund lítra mjólkur á sl. ári. Lætur nærri að á bak við þessar tölur séu 15% mjólkurframleiðslunnar á Suðurlandi. Tölur Búgarðs byggja á 22 búum sem að jafnaði lögðu inn 238 þúsund lítra mjólkur árið 2008. Þau bú sem þar eru lögð til grundvallar standa því einnig að nálægt 15% af mjólkurframleiðslu Norðausturlands.

Í töflunni hér að neðan má sjá ýmsa liði breytilegs kostnaðar, mælda sem krónur pr. innlagðan mjólkurlítra. Í heild er breytilegur kostnaður nánast sá sami á þessum svæðum, rúmlega 42 kr/ltr. Vægi einstakra liða er þó mismunandi, kostnaður vegna kjarnfóðurs og áburðar er talsvert lægri fyrir norðan en rekstur búvéla kemur mun betur út syðra.































































Kostnaðarliður Búgarður BSSL Mismunur
Kjarnfóður 12,62 13,80 8,6%
Áburður 7,31 8,90

17,9%

Rekstur búvéla 6,49 5,00 -29,7%
Önnur þjónusta 4,46 4,10 -8,8%
Aðrar rekstrarvörur 2,86 2,40 -19,3%
Lyf og dýralæknir 2,45 2,30 -6,7%
Rúlluplast og garn 1,95 1,90 -2,8%
Verktaka, t.d. jarðvinnsla og rúllubinding 1,77 1,80 1,4%
Búnaðargjald 1,33 1,30 -2,5%
Sáðvara 1,10 1,30 15,6%
Breytilegur kostnaður alls 42,35 42,80 1,1%

Það sem vekur hins vegar mesta athygli er hversu breytileikinn er gríðarlegur milli búa. Á 19 sunnlenskum búum með „hreina“ mjólkurframleiðslu, þ.e. óverulegar tekjur af t.d. kjötframleiðslu (og þ.a.l. einnig kostnað vegna hennar), þá kemur fram að lægstur er breytilegi kostnaðurinn 30,10 kr/ltr, hæstur er hann hins vegar 48,60 kr/ltr. Mismunurinn er 18,50 kr/ltr. T.d. er kjarnfóðurkostnaður hæstur 18,20 kr/ltr, lægstur 8,20 kr/ltr. Breytilegur kostnaður vegna heimaaflaðs fóðurs er lægstur 13,90 kr/ltr, hæstur 25,40 kr/ltr.

Það er því ljóst að heildarmunurinn á breytilegum kostnaði milli búa hleypur á milljónum króna og getur ráðið úrslitum um, hvort afkoma er af rekstrinum eða ekki.


Það skal tekið fram að gögnin sem LK hefur fengið frá Búgarði og BSSL eru ekki á nokkurn hátt rekjanleg á einstök bú.


back to top